Umsókn um aðild

FUMÍ hefur gert eftirfarandi verklagsreglur við inngöngu nýrra félaga.

Félagsmenn geta orðið:
1. þeir sem lokið hafa viðurkenndri háskólagráðu (a.m.k. BS, BA eða sambærilegri) í umhverfisfræðum. Prófgráðan skal að lágmarki fela í sér 18 ECTS einingar í greinum sem sannarlega tengjast hinum þremur grunnstoðum sjálfbærrar þróunar, þ.e.a.s. vistkerfi, samfélagi og hagkerfi. Námið styrki þannig þverfaglega þekkingu á umhverfismálum, að mati námsnefndar.

2. Þeir sem lokið hafa viðurkenndri háskólagráðu (a.m.k. BA, BS eða sambærilegri) í annarri fræðigrein en umhverfisfræðum og að auki a.m.k. 60 ECTS einingum á sviði þverfaglegra umhverfisfræða. Prófgráðan skal að lágmarki fela í sér 18 ECTS einingar í greinum sem sannarlega tengjast hinum þremur grunnstoðum sjálfbærrar þróunar, þ.e.a.s. vistkerfi, samfélagi og hagkerfi. Námið styrki þannig þverfaglega þekkingu á umhverfismálum, að mati námsnefndar.

Umsóknir skal senda í tölvupósti á <a=href”mailto:umhverfisfraedingar@gmail.com”> til stjórnar félagsins ásamt prófskírteini og námsferli (listi yfir námskeið). Mat umsókna og veiting félagsréttinda fer eftir lögum félagsins.</a=href”mailto:umhverfisfraedingar@gmail.com”>

Upplýsingar sem þurfa að fylgja eru:

Nafn,

kennitala,

netfang,

sími,

námsferill og prófskírteini.