FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR FUMÍ 2016

Nr. 9

Haldinn á Skýbar fimmtudaginn 20. október

Dagskrá fundar:

1. Fundarsetning og kosning fundarstjórn og fundarritara.
Vanda Hellsing fundarstjórn. Aðalbjörg Birna ritari. Kynning á stjórn.


2. Kynning á stjórn og nefndum félagsins
Guðrún Lilja fór yfir stjórn og nefndir félagsins.


3. Skýrsla stjórnar
Birna Hallsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar. Félagið er að verða 10 ára á næsta ári. Tveir fundir hafa verið haldnir á árinu. Erfitt að halda úti starfi félagsins vegna lélegrar mætingar. Unnið hefur verið í orðanefnd og mun það starf klárast á árinu. Farið yfir viðburði á vegum félagsins á árinu sem var að líða en þátttaka var mjög dræm. Fráfarandi stjórn vill hvetja félaga til að lífga félagið við.


4. Ársreikningur félagsins
Ragnheiður fór yfir ársreikning félagsins. Athugasemdir komu fram um kvittanir frá aðalfundi. Ársreikningur annars samþykktur.


5. Nefndarstörf
Lagabreytinganefnd óbreytt. Námsnefnd – Birna og Salóme gefa áfram kost á sér. Vanda bauð sig fram.


6. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga
Anna býður sig fram í stjórn ásamt Steinari. Birna Halls, Aðalbjörg Birna, Vanda og Eva Dögg eru að fara úr stjórn. Aðalfundur samþykkir að Ragnhildur bjóði sig fram í stjórn til eins árs sem undanþága (afbrigði) frá reglunum. Guðrún Lára er enn í stjórn frá fyrra ári. Ingunn kemur inn í stjórn ásamt Steinari og Birgittu. Aðalfundur samþykkir Hólmfríði með fyrirvara sem varamann en hún er með námaðild að félaginu.
Kosning skoðunarmanna reikninga: Mummi gefur kost á sér áfram og er samþykkur. Ragnhildur Helga situr áfram.
Lagabreytinganefnd helst óbreytt áfram.


7. Önnur mál og umræður
a) Framtíð félagsins. Rætt um hvernig hægt er að ná til nemanna. Hægt að halda fund með nemunum og fara yfir.
b) Lagt til að ný stjórn skoði hvort ástæða sé til að breyta reglunum hvað varðar inngöngu í félagið.
c) Lagt til að ný stjórn skoði hvort hægt verði að ganga til samninga um það að félagsmenn geti sótt endurmenntun við HÍ.
Lagt í hendurnar á næstu stjórn að fara yfir þessi mál á komandi tímabili.