FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR FUMÍ 2015

Haldinn á Hótel Plaza laugardaginn 24. nóvember

Dagskrá fundar:

1. Fundarsetning og kosning starfsmanna
Aðalbjörg Birna fundarstjóri og ritari.


2. Kynning á stjórn og nefndum félagsins
Guðrún Lilja fór yfir stjórn og nefndir félagsins.


3. Skýrsla stjórnar
Guðrún Lilja fór yfir skýrslu stjórnar. Sjö fundir hafa verið haldnir á árinu. Tvær umsagnir voru sendar til Alþingis. Skrifað var undir samning vegna orðanefndar FUMÍ. Farið yfir viðburði á vegum félagsins á árinu. Ný heimasíða var sett í loftið sem á að þjóna félagsmönnum sem upplýsingaveita um skipulag og gögn félagsins.


4. Ársreikningur félagsins
Aðalbjörg Birna fór yfir ársreikning félagsins. Athugasemdir komu fram um kostnaðarliðinn veitingar á stjórnarfundi. Ársreikningur annars samþykktur.


5. Nýjar verklagsreglur
Farið yfir nýjar verklagsreglur. Þær voru samþykktar með smávægilegum breytingum.


6. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga
Guðrún Lára býður sig fram í stjórn félagsins.


7. Önnur mál og umræður
a) Söngbókin
Samþykkt að fara yfir söngbókina á fyrsta stjórnarfundi félagsins
b) Framtíð félagsins
Rætt um ástæður lélegrar mætingar hjá félagsmönnum og hvort ástæða sé til að breyta eitthvað um takt í félaginu. Rætt um að prófa að hafa hádegishittingana seinna um daginn og sameina það við bjórkvöld.
Lagt í hendurnar á næstu stjórn að fara yfir þessi mál á komandi tímabili.